Tónlistaratriði á sýningu 4. bekkinga

Hér má sjá þau Sylvíu, Ellert Kára, Rakel Sif, Elísu, Bergþóru Eddu og Önnu Maríu. Þarna eru þau að æfa tónlistaratriði fyrir sýningu sem 4. bekkur verður með föstudaginn 22. janúar í List- og verkgreinum. Á haustönn unnu 4. bekkingar verkefni út frá þjóðsögunni um Rauðhöfða og verða verkin til sýnis í List og verkgreinaálmunni. Einnig sömdu þau tónlist tengda sögunni og verða myndbandsupptökur af tónverkunum sýndar.