Við í Grundaskóla leggjum mikla áherslu á að tryggja sem best umferðaröryggi í nágrenni skólans. Til fjölda ára hafa eldri nemendur staðið vaktina á gangbrautum að skólanum og lagt þannig sitt af mörkum til að tryggja öruggar gönguleiðir yngri nemenda. Unglingar sem vakna og mæta til starfa 20 mín fyrr en ella og standa úti í öllum veðrum um vetur. Á þennan hátt vinna nemendur mikilvægt sjálfboðaliðastarf fyrir skólasamfélagið okkar.
Fyrirtæki og einstaklingar haf styrkt nemendur í gegnum tíðina í þessu verkefni með því að kaupa umferðarvesti, lagt framlag í ferðasjóð ungmenna o.s.frv. Í dag styrkir Landsbankinn gangbrautavörsluna.
Grundaskóli er OKKAR
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is