Nú liggja fyrir úrslit í keppni vinnustaða á Íslandi, Hjólað í vinnuna árið 2022. Starfsfólk Grundaskóla lenti í öðru sæti á eftir Umhverfisstofnun í keppni fyrirtækja með 70-129 starfsmenn en í fyrra var röðin öfug. Glæsilegur árangur þó að sjálfsögðu hefðum við viljað vera sæti ofar.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í tuttugasta sinn fyrir verkefninu Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 4.-24. maí. Fyrir mörgum er verkefnið vorboðinn ljúfi og er verkefnið orðið stór þáttur í fyrirtækjamenningunni á mörgum stöðum. Landsmenn hafa tekið verkefninu mjög vel og hefur hjólaumferð aukist verulega síðan verkefnið fór fyrst af stað.
Aðstæður á Akranesi eru einstakar hvað varðar möguleika hvað varðar umhverfisvænan og hagkvæman ferðamáta. Við hvetjum allt skólasamfélagið til að ganga eða hjóla á milli heimilis og vinnustaðar.
Grundaskóli er heilsueflandi grunnskóli.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is