Hátónsbarkakeppni Grundaskóla var haldin miðvikudagskvöldið 25. nóvember í sal skólans. Þau Brynhildur Björk, Róberta Dís, Rakel og María, Patrekur Orri, Heba og Gylfi, Matthildur, Ísabella, Telma og Lóa sungu af hjartans list og heilluðu áheyrendur upp úr skónum.
Dómnefnd var skipuð þeim Katrínu Valdísi Hjartardóttur, Halli Flosasyni og Björgu Bjarnadóttur, fékk það erfiða hlutverk að velja þrjú atriði sem keppa munu í úrslitakeppninni miðvikudaginn 2. desember ásamt söngvurum úr Brekkubæjarskóla.
Það voru þau Ísabella Cabrita, Patrekur Orri og dúett Rakelar og Maríu sem komust áfram í þetta sinn.
Við óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með kvöldið.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá undanúrslitunum í gær.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is