Í gær var bæjarstjórnarfundur unga fólksins haldinn í 21. sinn og áttum við í Grundaskóla glæsilega fulltrúa. Sex fulltrúar, núverandi og fyrrverandi nemendum skólans héldu ræðu. Skemmst er frá því að segja að allir stóðu sig mjög vel og voru sér og sínum til sóma. Málefnin sem fjallað var um eru þau efni sem komu fram á barnaþingi Akraneskaupstaðar sem haldið var 3. og 4. nóvember síðastliðinn. Þar komu saman nemendur úr 5. -10. bekk til að ræða málin.
Við í Grundaskóla erum ótrúlega stolt af okkar fólki sem stóð sig frábærlega.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is