Ungir gamlir 2015

Árlegir tónleikar UNGIR/GAMLIR voru haldnir síðastliðinn fimmtudag og voru tvö rennsli fyrir fullu húsi. Óhætt er að segja að tónleikarnir hafi tekist með miklum ágætum og unglingarnir jafnt sem þeir sem eldri eru staðið sig með miklum sóma. Sérstakir gestir tónleikanna voru tónlistarfólkið Friðrik Dór og Ragnheiður Gröndal.
Í ár var sjónvarpað beint frá seinni tónleikunum í gegnum netið og tókst það framtak svo vel að fullvíst má telja að slíkar útsendingar eru komnar til að vera.


Tónleikarnir mörkuðu upphaf Vökudaga á Akranesi og var er hægt að hugsa sér glæsilegri byrjun. Við óskum öllum nemendum og kennurum og öðrum þeim sem komu að þessu verkefni til hamingju með frábært verkefni.