Undanfarnar vikur hefur hópur duglegra drengja í 8. - 10. bekk stundað nám í útivistarhópi á námskeiðsbraut.
Auk þess að læra um kortalestur, notkun áttavita, búnað til útivistar og fleira, þá hafa strákarnir fengið tækifæri til að prófa ýmsar útgáfur af skemmtilegri útiveru. Við heimsóttum m.a. Björgunarfélag Akraness og fengum þar góða kynningu á starfsemi félagsins auk þess sem strákarnir fengu að reyna sig við klifur, kassaklifur og klettasig. Frábær heimsókn og virkilega áhugaverð.
Meðfylgjandi myndir eru svo frá skemmtilegri göngu á Akrafjall og úr kajakróðri sem farinn var í síðustu kennslustund námskeiðsins. Til að allir gætu prófað að róa á kajak, þá fengum við lánaða nokkra báta hjá nokkrum kajakræðurum í siglingafélaginu Sigurfara og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina.
ýna>
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is