Grundaskóli hefur til fjölda ára fylgt uppeldisstefnu sem nefnd er „Uppeldi til ábyrgðar“. Stundum er stefnan einnig nefnd „Uppbyggingarstefnan“. Stefnan hefur alla tíð fallið vel að áherslum skólans og sumir ganga svo langt að kalla stefnuna einfaldlega Grundaskólastefnu. Orðið og merking hugtaksins „uppbygging“ einstaklinga er lykilatriði.
Lykil spurning stefnunnar er hvernig manneskja viltu vera?
Gengið er út frá því að þú sért við stjórnvölinn á eigin hegðun og þó við gerum öll mistök er mikilvægt að læra af þeim. Við viljum forðast ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf og segjum, JÁ eins oft og við getum.
Það er alltaf hægt að segja já en stundum þarf þó að setja skilyrði í framhaldi. Já, þegar við erum búin að þessu eða þegar þú ert orðinn x gamall o.s.frv.
Reynsla okkar af þessari stefnu er góð og við hlökkum til að fara yfir hlutverk hvers og eins með nemendum, skilgreina þarfir okkar og gera bekkjarsáttmála. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að kynna sé stefnuna og styðja við uppbyggingu til góðra verka. Hvert og eitt barn er með ómetanlega hæfileika sem þarf að hlúa að á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Nánar má lesa um stefnuna hér á heimasíðu okkar: Uppeldi til ábyrgðar | Grundaskóli (grundaskoli.is)
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is