Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Seinni undankeppni upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram á sal skólans miðvikudaginn 24. febrúar. Þar lásu 17 nemendur brot úr bók og ljóð að eigin vali. Dómnefnd sem skipuð var Flosa Einarssyni, Laufeyju Karlsdóttur og Steinunni Guðmundsdóttur valdi svo áfram 6 nemendur til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Tónbergi 10. mars. Þeir sem komumst áfram voru eftirfarandi:

 

Ásrún Jónsdóttir

Birkir Hrafn Samúelsson

Guðjón Hagalín Kristjánsson

Sigurður Brynjarsson

Sunna Dís Skarphéðinsdóttir

Sunna Rún Sigurðardóttir

 

Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni.