Til upplýsingar þá er nú unnið að því að setja upp eftirlitsmyndavélar við skólann okkar í öryggisskini. Slíkt öryggiskerfi hefur reynst vel við margar skólastofnanir til að tryggja öryggi og eftirlit. Gert er ráð fyrir að myndavélarnar verði teknar í notkun nú í haust og er samskonar kerfi sett upp í báðum grunnskólunum á Akranesi.
Um er að ræða rafræna vöktun í skilningi persónuverndarlaga og vélarnar settar upp í þágu öryggis og eignavörslu (starfsmanna, nemenda og annarra sem um mannvirkin fara) sbr. reglur Persónuverndar nr. 837/2006.
Vöktunin fer fram með stafrænum myndavélabúnaði og upptökur (myndskeið) verða vistaðar á lokuðum netþjóni sem er hýstur í vottuðum hýsingarsal og eingöngu aðgengilegur kerfisstjóra Akranesskaupstaðar. Upptökurnar eru varðveittar í allt að 10 daga en þá eytt varanlega.
Alls verða settar upp 17 myndavélar við Grundaskóla og er staðsetning þeirra auðkennd sérstaklega með upplýsingaskiltum um rafræna vöktun. Persónuupplýsingar sem verða til við þessa rafrænu vöktun í Grundaskóla munu aðeins verða notaðar í þágu öryggis og eignavörslu þeirra sem um mannvirkin fara. Aðeins er heimilt að afhenda lögreglu upplýsingar (upptökur) um slys eða meintan refsiverðan verknað í þágu rannsóknar opinbers máls. Staðsetning og fyrirkomulag eftirlitskerfis verður kynnt öllu skólasamfélaginu á haustfundum nú í upphafi skólaárs þannig að gagnsemi þess verði sem mest til að tryggja öryggi.
Þeir sem kunna að hafa einhverjar athugasemdir við fyrirkomulag eða óska nánari skýringa er velkomið að hafa samband við skólastjórnendur Grundaskóla.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is