Við í Grundaskóla tókum á leigu kartöflugarða í vor og settum niður útsæði. Nú er runninn upp uppskerutími og nemendur og starfsmenn taka nú upp afraksturinn. Magn uppskeru er mikið enda umhverfisþættir búnir að vera hagstæðir. Grófir útreikningar sýna að reikna má með tífaldri uppskeru.
Kartöflurnar eru seldar til styrktar bágstöddum börnum í Malaví og er þessi ræktun hluti af verkefninu "að breyta krónum í gull."
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is