Upptakturinn slær taktinn á ný

Með Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá og heyra á tónleikum Upptaktsins í Hörpu þann 20. apríl næstkomandi. Þar leika atvinnuhljóðfæraleikarar verkin á meðan ungmennin sitja á meðal áheyrenda.

Upptakturinn er samstarfsverkefni Hörpu, Barnamenningarhátíðar, Tónlistarborgin Reykjavík, RÚV og Listaháskóla Íslands. Upptakturinn er opinn ungmennum í 5.-10. bekk. Áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum Skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar.

Að þessu ferli loknu höfum við eignast nýtt tónverk sem við getum flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku.

Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar 2021

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hörpu:

https://www.harpa.is/skipuleggjendur/tonleikahald/upptakturinn/