Úrslit í Skólahreysti í kvöld kl. 20

Í kvöld fara fram úrslit í Skólahreysti. Grundaskóli er í úrslitum og eru þau klár í keppnina, krakkarnir hafa verið dugleg að æfa sig og ætla að gera sitt allra besta í keppninni.
Keppnin byrjar kl. 20:00 og er sýnd í beinni útsendingu á RÚV,  hvetjum við sem flesta til að fylgjast með okkar fólki.
Keppendur okkar eru Oskar Wasilewski , Karen Þórisdóttir, Þór Llorens Þórðarson og Daria Fijal. Varamenn eru Ísak Máni Sævarsson og Fríða Halldórsdóttir.
Áfram Grundaskóli!