Úrslitaleikur í spurningakeppni bókasafns Grundaskóla

Það er árlegur viðburður að nemendur á miðstigi keppa í spurningakeppni um nokkrar valdar unglingabækur sem hafa verið lesnar fyrr um veturinn. Nú er hátíðleg og spennuþrungin stund á sal þar sem úrslitaleikur í þessari keppni fer fram undir öruggri stjórn bókavarðar, Ingibjargar Aspar.
Allir nemendur á miðstigi hafa tekið þátt og hver bekkur sendir sína fulltrúa á svið. Af svörum keppenda er ljóst að fjölmargir hafa verið duglegir að lesa bækur í vetur og er það vel.