Út fyrir rammann

Grundaskóli kynnir heimildamyndina Út fyrir rammann.

Heimildamyndin fjallar um söngleikjagerð skólans síðustu 20 ár.

Í myndinni er m.a fjallað um ferlið í heild sinni og markmiðin með þessum verkefnum, áhrifin á nemendur og starfsfólk, rifjað upp skemmtilegar minningar og velt fyrir sér mikilvægi listrænna verkefna í íslensku skólakerfi. 


Heimildamyndin er verkefni nemendahóps í 10.bekk skólans og er frumsýningin afrakstur mikillar vinnu síðan í byrjun árs. 
Fjöldi fólks kom að gerð myndarinnar, bæði nemendur og starfsfólk ásamt fyrrum nemendum skólans sem tóku þátt í söngleikjunum á einhvern hátt síðustu 20.ár. 

Frumsýning myndarinnar fer fram í Bíóhöllinni Akranesi miðvikudaginn 26.apríl kl.20:00 

Það er frítt inn og við hvetjum alla til að mæta í bíó🙂