Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar úthlutaði styrkjum þann 2. febrúar 2016. Þrjú verkefni fengu úthlutað styrk að þessu sinni en það eru verkefnin: „Að fanga fjölbreytileikann. Handbók um verkfæri Byrjendalæsis, Orðs af orði og Gagnvirks lestrar” og ,,Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreytilega hópa”.
Í rökstuðningi úthlutunarnefndarinnar kemur fram:
"Að fanga fjölbreytileikann. Handbók um verkfæri Byrjendalæsis, Orðs af orði og Gagnvirks lestrar. Ábyrgðamenn umsóknar: Ásta Egilsdóttir kennari Grundaskóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari Brekkubæjarskóla. Umsögn úthlutunarnefndar: Verkefnið tengist beint þjóðarátaki í læsi sem Akraneskaupstaður er aðili að. Þetta er samvinnuverkefni beggja grunnskólanna og styður við bæði skóla- og lestrarstefnu Akraneskaupstaðar og eflir skólasamfélag á Akranesi í heild sinni. Ábyrgðamenn verkefnisins, Ásta og Guðrún, hafa unnið vel saman og faglega að innleiðingu og þróun byrjendalæsis í báðum skólum og aukið samvinnu skólanna með jákvæðum árangri. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd. Verkefnið hljóti styrk að upphæð kr. 2.000.000.-"
"Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreytilega hópa (Þorpið). Ábyrgðamaður umsóknar: Ruth Jörgensdóttir Rauterberg deildarstjóri dagstarfs í Þorpinu. Umsögn úthlutunarnefndar: Verkefnið er áhugavert frumkvöðlaverkefni sem hefur hlotið viðurkenningu fyrir nýsköpun og þróun í æskulýðsstarfi. Ábyrgðamaður umsóknar, Ruth, hefur þróað samvinnulíkan fyrir margbreytilega hópa barna og unglinga til að skapa umhverfi sem einkennist af virðingu fyrir margbreytileika, félagslega viðurkenningu, þátttöku allra og samvinnu. Þróunarverkefnið felst í innleiðingu hluta þess líkans í starfi með börnum og ungmennum í Þorpinu. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd. Verkefnið hljóti styrk að upphæð kr. 1.500.000.-"
Til hamingju Grundaskóli, Brekkubæjarskóli og Þorpið!
Mynd fengin að láni frá heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is