Í vor setti Grundaskóli upp söngleikinn "Úti er ævintýri" en allir nemendur sem vildu í 10. bekk skólans gátu tekið þátt. Þrátt fyrir stífar sóttvarnir fengu allir nemendur skólans að sjá sýningu en því miður var ekki hægt að sýna almenningi þetta verk. Við gefum nú öllum kost á að horfa á upptöku af þessari uppfærslu og vonum að allir njóti vel.
Til þessa hefur skólinn sett upp frumsamda söngleiki á þriggja ára fresti en hér eftir vonumst við til að hafa leiksýningu á sal Grundaskóla á hverju vori. Það er þá útskriftarnemar skólans sem taka þátt hverju sinni og gefst öllum sem vilja tækifæri til þess að vera með.
Njótið vel og góða helgi.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is