Útihátíð starfsmanna Grundaskóla í Slögu.

Það er alltaf líf og fjör í Grundaskóla og hér er gott að vinna og starfa.  Í gær var haldin s.k. haustgleði fyrir starfsmenn Grundaskóla og fjölskyldur þeirra í Slögu við rætur Akrafjalls. Fjölmenni mætti á viðburðinn í blíðviðri og skemmtu menn sér saman. Hópurinn tók þátt í hópleikjum, leystu saman þrautir, tálguðu spýtur, grillaðar voru pylsur, sykurpúðar o.m.fl. Frábær samverustund í skemmtilegum félagsskap.
Skólastjórn þakkar undirbúningshópi fyrir góða vinnu og öllum þátttakendum fyrir ánægjulega samverustund.
Áfram Grundaskóli