Í byrjun maí, fórum við með árganginn í útikennslu. 😊
Fyrst fórum við með stelpurnar, þær fóru í fuglabingó og fundu þó nokkuð af bæði far- og staðfuglum. Í skógræktinni var svo smíðað, tálgað, leikið og farið í rannsóknarleiðangra.
Svo fóru strákarnir í útikennslu, þeir byrjuðu á að koma við á Grundaseli til að ná sér í efnivið til að smíða úr. Þegar komið var upp í skógrækt var farið að hanna og smíða.
Bæði strákarnir og stelpurnar unnu í teymum og var gaman að sjá hvað þau voru áhugasöm og hvað samvinnan gekk vel.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is