Útikennsla í 2. bekk í maí

Í byrjun maí, fórum við með árganginn í útikennslu. 😊

Fyrst fórum við með stelpurnar, þær fóru í fuglabingó og fundu þó nokkuð af bæði far- og staðfuglum. Í skógræktinni var svo smíðað, tálgað, leikið og farið í rannsóknarleiðangra.

Svo fóru strákarnir í útikennslu, þeir byrjuðu á að koma við á Grundaseli til að ná sér í efnivið til að smíða úr. Þegar komið var upp í skógrækt var farið að hanna og smíða.

Bæði strákarnir og stelpurnar unnu í teymum og var gaman að sjá hvað þau voru áhugasöm og hvað samvinnan gekk vel.