Útivist í vali hjá unglingadeildinni

Í gær var stefnan tekin á Innsta Vog í dásamlegu veðri.  Það er svo gott að ganga út í náttúrunni, spjalla og njóta blíðunnar.  Einnig gaman fyrir bæði nemendur og kennara að kynna sér gönguleiðir í bæjarjaðrinum.  Okkur taldist til að við hefðum gengið um 10 km og erum hæstánægð með daginn.
ýna>