Við vekjum athygli á að börn yngri en 12 ára mega ekki vera úti eftir kl. 20.00 frá 1. september til 1. maí, nema í fylgd með fullorðnum, og ekki eftir kl 22:00 frá 1. maí til 1. september. Börn 13 ára til 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl 22.00 frá 1. september til 1. maí nema í fylgd með fullorðnum, og ekki eftir kl 24.00 frá 1. maí til 1. september. Undantekning er frá þessari reglu ef um er að ræða samkomu á vegum skóla eða félagsmiðstöðvar.
Einhverjum kann að finnast þessar reglur einkennilegar og þær eigi kannski bara við í Reykjavík o.s.frv. Við vekjum athygli á áhugaverðum pistili um málið á vef Umboðsmanns barna.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is