Útskrift 1. júní 2017

Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt ósk skólastjóra grunnskólanna á Akranesi að breyta skóladagatali skólanna þannig að útskrift 10. bekkinga verði fimmtudaginn 1. júní 2017 kl. 17:30 í báðum skólum, í stað þess að útskrift fari fram föstudaginn 2. júní kl. 17:30 og 19:30.
Helgin 2.- 5. júní er hvítasunnuhelgin og fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Þessi breyting hefur þó engin önnur áhrif á skóladagatalið en síðasti skóladagur er föstudaginn 2. júní eins og áður var gert ráð fyrir.