Útskrift og skólaslit

Í gær fór fram útskrift hjá 10. bekk á sal skólans. 
Flutt voru stutt ávörp frá skólastjóra, fulltrúum nemenda og fulltrúum foreldra ásamt stuttri ræðu frá umsjónarkennurum. Að því loknu var einkunnaafhending og kaffi. Skemmtileg samvera og verður mikill söknuður af árgangi 2010. Óskum við þeim innilega til hamingju með áfangann og gangi þeim sem allra best á nýjum og spennandi vettvangi. 
Grundaskóla var slitið í dag eftir samverustund inn á sal með nemendum, starfsfólki og foreldrum/forráðamönnum. 
Vonandi hafa allir það gott í sumarfríinu og starfsfólk Grundaskóla hlakkar til að hitta alla í haust. 
Skólasetning er þriðjudaginn 22. ágúst.