Undanfarnar vikur hafa nokkrir nemendur á unglingastigi verið í valnámskeiði þar sem smíðuð hafa verið ýmis tæki og vélar úr K'nex kubbum. Um leið höfum við velt fyrir okkur ýmsum eðlisfræðilegum lögmálum, hlutföllum í gírum og fleiri þáttum sem nauðsynlegt er að veita athygli við hönnun og smíði þessara tækja.
Lokaverkefnið í námskeiðinu var að smíða tívolítæki að eigin vali og settur var upp skemmtigarður með parísarhjólum og hringekjum, bæði handknúnum og vélknúnum. Nemendur í skóladagvist komu í skoðunarferð og þótti mjög gaman að sjá hvað hægt er að smíða flotta hluti úr K'nex kubbum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is