Varnaðarorð

Við vekjum athygli foreldra og forráðamanna á óhugnanlegum fréttum í fjölmiðlum þar sem fullorðnir einstaklingar eru að bjóða börnum greiðslur fyrir nektarmyndir. Þetta er gert í gegnum hin ýmsu samskiptaforrit s.s. Snapchat, Instagram o.fl. Við höfum ekki orðið vör við þetta hér í Grundaskóla en allur er varinn góður. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur nú sent út tilkynningu og varnaðarorð til skóla og foreldra vegna slíkra mála.

Við hvetjum foreldra til að fylgjast með neta- og símanotkun barna sinna og ræða við þau um þær hættur sem leynast á veraldarvefnum.

Nánar má lesa um málið á meðfylgjandi frétt RÚV.