Veðurspá


Á morgun, þriðjudag, er spáð vondu veðri á Akranesi.
Skólahald verður ekki fellt niður en ykkur er í sjálfsvald sett hvort þið sendið börnin ykkar í skóla eða haldið þeim heima. Við hvetjum ykkur til að skrá börnin í leyfi með því að senda tölvupóst til ritara skólans heida.vidarsdottir@grundaskoli.is, ef þið haldið þeim heima. Það verður trúlega mikið álag á símanum á skrifstofu skólans. Við verðum að vita hvaða börn eru ekki væntanlegt til að við þurfum ekki að óttast um þau úti í veðrinu.


Við biðjum ykkur að sækja öll börn í skóla þegar kennslu lýkur ef veðurspá gengur eftir.


Hvað frístund varðar þá verður frístund fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar í skólanum og starfsmenn frá Þorpinu koma í skólann og verða með þá nemendur 3. og 4. bekkjar sem eru í frístund. Þeir nemendur sem fara í frístund fara því ekkert út úr skólanum ef veðurspáin gengur eftir. Ef börnin ykkar eiga að fara í íþrótta- eða tómstundastarf biðjum við ykkur að koma og sækja þau og skutla. Við viljum ekki senda þau út á strætóstöðina.


Með kveðju
Grundaskóli