Veðurviðvörun

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með veðurviðvörunum sem eru í gildi í dag. Spár gera ráð fyrir suðaustan stormi og talsverðri rigningu á okkar svæði. Þegar skóla líkur í dag er gert ráð fyrir suðaustan 20 m/s sem getur verið erfitt fyrir yngstu nemendurna.

Fólk er hvatt til að fylgjast með veðri og viðvörunum Veðurstofu Íslands. Sjá nánar á:  https://www.vedur.is/vidvaranir 

Þar sem veðurviðvaranir eru að verða reglubundnar þá er ekki úr vegi að foreldrar og forráðamenn kynni sér leiðbeiningar um viðbrögð. Sjá nánar hér: https://vefur.shs.is/wp-content/uploads/2021/08/ALM-vedurbaeklingur-forsjaradilar-IS.pdf