Um er að ræða rafræna kynningarfundi á Microsoft Teams þar sem foreldrum og forráðamönnum barna í Grundaskóla gefst tækifæri til að fá fræðslu og leiðbeiningar um uppeldi barna og ungmenna. Hér gefst tækifæri til að ræða málin saman og fræðast um hvað hefur gefist vel í uppeldismálum.
Fyrsta vefkaffi Grundaskóla verður haldið mánudaginn 23. janúar kl. 20-21.
Samstarfsaðili okkar, Erlendur Egilsson er fimm barna faðir og reyndur sálfræðingur. Hann hefur m.a. starfað sem sálfræðingur í grunnskólum, unnið á Barna og unglingageðdeild Hringsins (BUGL) ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Erlendur hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna í doktorsnámi sínu.
Við vonum að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta rafrænt og taki þátt í þessum fræðslufundi með okkur.
Grundaskóli er OKKAR
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is