Skólaárið 2015-2016 er hafið og viljum við bjóða nýja nemendur sérstaklega velkomna í skólann. Framundan er spennandi og skemmtilegur tími þar sem allir ætla að leggjast á eitt að sýna hvert öðru virðingu, vera traustir vinir og vinna vel saman innan og utan skólans. Alls eru 590 nemendur skráðir inn í Grundaskóla nú í haustbyrjun og starfmenn eru 95 í misstórum stöðugildum.
1. bekkingar mættu fyrstir í morgun á skólasetningu þar sem Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri tók á móti þeim ásamt öðru starfsfólki skólans. Ekki var annað að sjá en nemendahópurinn væri bæði spenntur og klár í að takast á við námið. Eldri bekkingar hafa síðan verið að tínast inn hver af öðrum en tímaskipulag skólasetningarathafnar má lesa um í frétt hér á undan.
Skólastarf verður samkvæmt stundaskrá bekkja frá og með þriðjudeginum 26. ágúst.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is