Í fjölmiðlaumræðu er mikið rætt um svokallaða „fjórðu iðnbyltingu“ sem er framundan í heiminum. Að tæknin sé að taka yfir mörg störf í samfélaginu og að starfræn tækni eigi eftir að aukast á öllum sviðum mannlífsins. Grundaskóli er framsækinn skóli og nýtir nýjustu tækni í skólastarfinu til að efla og bæta námið. Nú hefur vélmenni sem nefnt er „Nærvera“ hafið skólagöngu sína í skólanum. Um er að ræða samstarfsverkefni Grundaskóla og Krabbameinsfélgs Akraness og nágrennis.
En Krabbameinsfélg Akraness og nágrennis festi kaup á vélmenni sem nefnist „Beam“ á ensku en við viljum kalla það „Nærveru“
Nærvera er vélmenni sem er hannað til að aðstoða nemendur sem geta ekki sótt skóla vegna langvarandi veikinda. Um er að ræða nýjustu tækni og frumkvöðlastarf í íslenskum grunnskóla. Nærvera aðstoðar nú einn nemanda Grundaskóla við skólanámið en viðkomandi getur ekki mætt í skólann vegna krabbameinsmeðferðar. Tækið mun vonandi í framtíðinni nýtast fleirum sem þurfa á að halda í langvarandi læknismeðferð.
Tækið virkar á þann hátt að nemandinn getur stjórnað Nærveru frá heimili sínu í gegnum tölvu, látið það ferðast um húsnæði skólans og átt samskipti við nemendur og starfsfólk Grundaskóla í rauntíma. Stýrikerfið er ennfremur einfalt í notkun og notendavænt.
Við í Grundaskóla viljum færa Krabbameinsfélaginu miklar þakkir fyrir stuðninginn og hlökkum til samstarfssins á næstu misserum. Hér má sjá video um Beam vélmenni:
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is