Venjum okkur á heilsusamlegan ferðamáta

Nú í upphafi skólaársins viljum við hvetja alla nemendur og starfsmenn til að ganga í skólann. Markmiðið er að hvetja fólk á öllum aldri til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu eða hjólreiðar. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Í dag ferðast fjöldi fólks gangandi eða hjólandi milli heimilis og skóla. Við eigum ekki að láta einn og einn óveðursdag slá okkur út af laginu. Stefnan er að við getum hreinlega séð bílastæðið okkar tómt og göngustígar séu lifandi vettvangur fólks á öllum aldri.