Ágætu foreldrar/forráðamenn verðandi nemenda í 1. bekk
Haldinn verður fundur með foreldrum/forráðamönnum í sal Grundaskóla, miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 17:30. Þar verður farið yfir skipulagið í 1.bekk, þjónustu frístundar Grundasels og annað.
Kennarar í 1. bekk eru, Ásta Benediktsdóttir, Hafrún Jóhannesdóttir og Íris Björg Þorvarðardóttir. Deildarstjóri frístundar er Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Sótt er um í frístundina Grundasel, á heimasíðu Akranes.is í gegnum Þjónustugátt, þar undir eru umsóknir sem leiða ykkur inn á Völu skráningarkerfi.
Líkt og í fyrra verður boðið upp á sumarfrístund fyrir skólabyrjun í ágúst vikuna 12.-16.ágúst og 19.-22.ágúst. Skráning fer fram í gegnum Sportabler. Skólasetning verður síðan föstudaginn 23.ágúst.
Við vekjum athygli á því að skólinn útvegar öllum nemendum ritföng og námsgögn sem eru geymd í skólanum. Margir nemendur hafa samt valið að vera með eigið pennaveski.
Gleðilegt sumar, við hlökkum til samstarfsins.
Kær kveðja frá okkur í Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is