Verslunin Bjarg styður fatahönnunarverkefni Grundaskóla

Eigendur verslunarinnar Bjarg gáfu skólanum nokkrar gínur til að nýta við fatahönnunarverkefni skólans. Við þökkum verslunareigendum fyrir stuðninginn en gínurnar munu gagnast vel í skólastarfinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af kjólum sem voru hannaðir af nemendum fyrir STÍL, fatahönnunarkeppni félagsmiðstöðva. Kjólarnir eru til sýnis í miðrými skólans.
ýna>