Í síðustu viku heimsótti Þorgrímur Þráinsson Grundaskóla og hélt fyrirlestur fyrir nemendur í 10. bekk á sal skólans. Fyrirlesturinn nefnist, "Verum ástfangin af lífinu." Um er að ræða hvatningarfyrirlestur þar sem brýnt er fyrir nemendum að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram og sinna litlu hlutunum dags daglega. Í stuttu máli það sem skiptir mestu máli í lífi okkar allra.
Fyrirlesturinn vakti áhuga hjá nemendum enda er Þorgrímur bæði reyndur og góður fyrirlesari.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is