Við hvetjum enn og aftur börn og fullorðna til að nýta umhverfisvænan ferðamáta milli heimilis og skóla. Unglingar standa gangbrautagæslu og styðja yngri nemendur á ferð sinni á milli.
Mikilvægt er að nota endurskinsmerki því nú er svarta myrkur á morgnana og lítið endurskinsmerki á réttum stað getur forðað umferðarslysi.