Verum upplýst í umferðinni

Nú þegar myrkur er að skella á er mikilvægt að minna börn sem fullorðna á mikilvægi endurskinsmerkja. 

Umferð í nágrenni skólans er mikil og því mikilvægt að huga að umferðaröryggi. Við biðjum ykkur öll um að huga að hollri hreyfingu, draga úr bílaumferð og labba á milli heimilis og skóla. Nú nálgast einnig sá tími að huga þarf að notkun og útbúnaði reiðhjóla því veturinn nálgast.

Við brýnum fyrir börnunum sem fullorðnum að fara gætilega í umferðinni og vera alltaf með endurskinsmerki.

Fræðsluvefur Samgöngustofu, www.umferd.is, er upprunninn úr Grundaskóla en þar er að finna fræðsluefni fyrir nemendur á öllum aldursstigum grunnskólans og leiðbeiningar sem foreldrar og kennarar geta nýtt sér við umferðarfræðsluna.