Við auglýsum eftir áhugasömum foreldrum til forystustarfa í skólaráði Grundaskóla 2023-2025
Upplýsingar um skólaráð
,,Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Skólanefnd, sbr. 6 gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.“ (Lög um grunnskóla, samþykkt á Alþingi 29. maí 2008, II. Kafli, 8.gr.)
Í skólaráð skal skipa níu einstaklinga til tveggja ára í senn:
Skólastjóri, stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess
Tveir fulltrúar kennara
Einn fulltrúa annars starfsfólks en kennara
Tveir fulltrúar nemenda
Tveir fulltrúar foreldra
Einn fulltrúi úr grenndarsamfélaginu sem ofantaldir fulltrúar skólaráðs velja eða einn viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.
Skólaráð Grundaskóla fylgir ákveðinni verkáætlun og fundar a.m.k. fjórum sinnum á skólaári og oftar ef ástæða þykir til. Skólaráð á einnig í nánu samstarfi við stjórn foreldrafélags skólans og stendur að sameiginlegum fundum með þeim
Nánar má kynna sér hlutaverk skólaráðs í eftirfarandi handbók:
Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til setu í skólaráði Grundaskóla 2023-2025 eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við skrifstofu skólans.
Kveðja
Grundaskóli