Það er engin uppgjöf á Skaganum þessa dagana heldur boðað til stórsóknar í skólastarfi Grundaskóla. Í skólanum er nú varla þverfótað fyrir iðnaðarmönnum, hönnuðum og skólafólki. Allir vinna samhentir í að endurbyggja skólann. Þessi endurbygging snýr ekki eingöngu að byggja einn glæsilegasta grunnskóla landsins heldur einnig að endurskipulagningu starfsins. Það má því orða þetta sem svo að unnið sé að uppbyggingu til framtíðar bæði í húsnæði og innra skipulagi.
Nemendur og starfsmenn hafa þingað síðustu vikurnar varðandi fortíð, nútíð og framtíð og í gær hittust foreldrafulltrúar ólíkra árganga og fóru yfir margvísleg mál í skólastarfinu. Góður fundur og flott umræða sem verður framhaldið á næstunni.
Allir þeir sem hafa góðar hugmyndir, áhuga og vilja til að taka þátt í þessari vinnu eru velkomnir og geta sent skilaboð á stjórn foreldrafélags Grundaskóla eða skólastjórnendur.
Grundaskóli er OKKAR 🥰
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is