Vinaliðar í Grundaskóla

Vinaliðaverkefnið er að hefja göngu sína á miðstiginu hjá okkur í Grundaskóla. Vinaliðaverkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og að skapa betri skólaanda. Við byrjum með 5. -7. bekk en stefnum á að bjóða yngri og eldri nemendum að vera með í verkefninu á næsta skólaári.
Aðalmarkmiðið með vinaliðaverkefninu er að bjóða nemendum upp á fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.