Smá sýnishorn frá vinnu vikunnar í 1. bekk.

Lykilorðið er Grundaskóli og unnið er með stafina Ó og L . Einnig erum við að læra samhljóða og sérhljóða.

Útikennsla
Í útikennslu þessa viku fórum við að finna form í umhverfinu. Þannig tengjum við stærðfræðina út í umhverfið.

Skólahlaupið
Í dag var skólahlaupið haldið og hljóp 1. bekkur 294 hringi samtals. Vel gert 1. bekkur.

Bestu kveðjur 1. bekkjar teymið