Vinningshafi í morgunverðargetraun

Líkt og síðustu ár þá stendur Grundaskóli fyrir margvíslegum getraunum og skemmtunum fyrir starfsmenn sína. Einn af þessum siðum er s.k. "Morgunverðargetraun." Þetta er leikur sem er fólginn í að leysa ýmsar gátur eða finna vísbendingar eða svör er tengjast starfsmannahópnum.
Leikurinn dregur nafn sitt af verðlaununum en sigurvegarinn hlýtur morgunverðarhlaðborð á laugardegi fyrir heila fjölskyldu frá Brauða- og kökugerðinni.
Sigurvegari í þessari umferð er stuðningsfulltrúinn og snillingurinn  Sara Hjördís Blöndal.