Í gær, 23. janúar var öllum nemendafulltrúum í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla boðið upp á vinnufund í Þorpinu.
Fundurinn var haldinn til þess að efla nemendafulltrúa í sínu lýðræðislega hlutverki og fá nemendur með í virka samvinnu um aukið nemendalýðræði á Akranesi. Meðal annars var rætt um að vinna betur saman að ákveðnum málefnum s.s. undirbúning á viku 6, samvinnu skólanna o.m.fl.
Umsjón með fundinum höfðu:
Heiðrún Janusardóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnamála og Ívar Orri Kristjánsson, deildarstjóri í Þorpinu. Berglind Þráinsdóttir og Aldís Rós Hrólfsdóttir starfsmenn Grundaskóla. Auður Freydís Þórsdóttir, Karítas Gissurardóttir, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir í Brekkubæjarskóla