Vinnum sem ein sterk liðsheild

Allt skólasamfélag Grundaskóla vinnur nú sem ein sterk liðsheild. Fumlaust er unnið eftir aðgerðaráætlun skólastjórnar sem nær til margra þátta. Við þurfum t.d. að endurskipuleggja kennsluáætlanir og vinna á sjö starfsstöðvum. Við sótthreinsum húsnæði, flokkum og förgum. Við erum að ganga frá húsnæði, innsigla og varðveita gögn. Við forðum verðmætum frá tjóni samhliða að iðnaðarmenn vinna að endurbótum. Við reynum að veita góðar upplýsingar og leysa úr fjölmörgum beiðnum s.s. tengt skráningu í mötuneyti, stuðningskennslu og stoðþjónustu. Við vinnum að því að snúa vörn í stór sókn og að endurhönnun á skólahúsnæði til bjartrar framtíðar.

Þrátt fyrir stóran skell siglir skólaskipið Grundaskóli fulla ferð í ólgu sjó. Við erum öll að leggja okkur fram og gera okkar allra besta.

Meðfylgjandi myndasyrpa segir kannski meira en mörg orð...