Vinnuskóli- til hvers og afhverju?

Í Vinnuskólanum gefst nemendum kostur  á sumarstörfum í umhverfi sem einkennist af fræðslu, kennslu og þjálfun. Þar læra nemendur  að bera virðingu fyrir vinnu, þau læra  stundvísi og aga á vinnustað og kynnast  ólíkum störfum allt eftir getu og þroska hverju sinni.

Vinnuskóli er samfélagsverkefni og þar læra nemendurnir að bera virðingu fyrir umhverfinu sínu og efla umhverfisvitund sína.  Í vinnuskólanum eignast nemendur vinnufélaga og samstarfsfólk, og lærir að samvinna skilar árangri.