Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Akraness.
Sótt er um í gegnum umsóknarvefinn Völu Vinnuskóla. (https://www.akranes.is/thjonusta/menntun/vinnuskoli)
Vala vinnuskóli er nýtt rafrænt kerfi sem heldur utan um umsóknir, samskipti og vinnutíma.
Fara þarf inn heimasíðu Akraneskaupstaðar, akranes.is
- velja þjónustu
- undir dálknum skóli er vinnuskóli
- í texta er slóð inn á umsóknarvef Völu Vinnuskóli, (með bláu letri)
- rafræn skilríki þarf til að komast inn á vefinn
- þá getur umsóknarferlið hafist
Á heimasíðunni er einnig er hægt að skoða nýja handbók Vinnuskólans, sem hefur að geyma margvíslegar upplýsingar.
Vinnutíma eftir árgöngum og val á tímabilum er hægt að skoða í flettiglugganum.
Umsóknarfrestur er til 20. maí og verður vinnuskólinn settur 7. júní.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is