Vinnustaðaheimsókn hjá 3. SRR

Í dag fór 3.SRR í vinnustaðaheimsókn í Verkalýðsfélag Akraness. Vilhjálmur afi og Íris mamma Róberts tóku vel á móti okkur. Við sáum skrifstofurnar, fundarsalinn og vorum frædd um starfsemina. Við fengum líka ávexti, svala og blöðrur. Geggjað gaman eins og börnin orðuðu það.
En þau stóðu sig vel, voru kurteis og prúð. Á heimleiðinni kíktum við á leikvöllinn við Skátahúsið. Lékum okkur aðeins í sólinni og töltum síðan aftur upp í skóla með bros á vör.
Takk fyrir okkur!