Það er hefð fyrir því að nemendur 7. bekkjar lesi bókina Vítahring eftir Kristínu Steinsdóttur og vinni ýmiskonar verkefni tengd sögunni.
Vítahringur fjallar um líf fólks á Íslandi fyrir meira en þúsund árum. Þrælar, kappar, bardagar og galdrar koma við sögu en fyrst og fremst er sagan um strák sem vill lifa friðsamlegu lífi og það reynist ekki auðvelt.
Það er gaman fyrir nemendur 7. bekkjar í ár að nemendur 10. bekkjar séu að setja upp söngleikinn Vítahring og stefnum við á að vera búin að lesa bókina fyrir frumsýningu.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is