Á fimmtudag, þann 1. febrúar, verður samtalsdagur og vitnisburðardagur hér í Grundaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennurum. Þennan dag er því ekki hefðbundin skóli. Þennan dag er einnig hægt að bóka viðtal hjá list- og verkgreinakennurum og ræða við skólastjórnendur.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til þess að mæta í viðtal með barninu sínu. Góð samskipti á milli heimilis og skóla eru lykillinn að góðum árangri og vellíðan barnanna.