Við minnum á allt það fjölbreytta og áhugaverða smiðjustarf sem í boði verður fyrir ungmenni á Vökudögum í ár.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þau til þess að kynnast ýmsu listformi og hvetjum við foreldra til þess að eiga samtal um það sem er í boði og skrá áhugasöm.
Athugið að takmarkað pláss er í sumar smiðjur // Við vorum að bæta við nokkrum plássum í báðar förðunarsmiðjurnar!!
Smiðjurnar sem í boði verða, finnið þið á hlekk
Skagalíf.is
Sirkússmiðja (10-15 ára)
Rokksmiðja Ægisbraut Records (10-12ára)
Rokksmiðja Ægisbraut Records (13ára og eldri)
Förðunarsmiðja með Ástrósu Ólafs (13 ára og eldri)
Hrollvekju förðunarsmiðja (11ára og eldri)
Grín- og spunasmiðja (13 ára og eldri)
Listasmiðja – Flýttu þér hægt! (13ára og eldri)
Fjölskylduföndur – Halloween / Skutlugerð (Allur aldur)
Jóðlsmiðja Tónlistarskólans! (Allur aldur)