Árið 2019 tók skólastjórn ákvörðun um að skipta um samskiptakerfi og reyna þannig að sækja fram og efla bein samskipti milli heimilis og skóla. Frá þessum tíma hafa starfsmenn skólans unnið að innleiðingu og á næstu dögum mun íslensk útgáfa af Weduc fara í loftið. Kerfið er þýtt og aðlagað af starfsmönnum Grundaskóla og er í heild stórt þróunarverkefni. Weduc vinnur með mörgum skólum í ólíkum löndum en Grundaskóli er fyrsti íslenski skólinn sem tekur kerfið í notkun.
Markmið okkar með nýju samskiptakerfi eru meðal annars þessi.
Á næstu dögum mun Grundaskóli boða til kynningarfunda með öllu skólasamfélaginu þar sem við munum kenna foreldrum og forráðamönnum nemenda á kerfið og rökstyðja betur þá djörfu ákvörðun að brjóta okkur út úr ríkjandi kerfi og bjóða nýjan valkost í samstarfi milli heimilis og skóla.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is