Nýtt samskiptakerfi í Grundaskóla - Weduc

Árið 2019 tók skólastjórn ákvörðun um að skipta um samskiptakerfi og reyna þannig að sækja fram og efla bein samskipti milli heimilis og skóla. Frá þessum tíma hafa starfsmenn skólans unnið að innleiðingu og á næstu dögum mun íslensk útgáfa af Weduc fara í loftið. Kerfið er þýtt og aðlagað af starfsmönnum Grundaskóla og er í heild stórt þróunarverkefni. Weduc vinnur með mörgum skólum í ólíkum löndum en Grundaskóli er fyrsti íslenski skólinn sem tekur kerfið í notkun.

Markmið okkar með nýju samskiptakerfi eru meðal annars þessi.

  • Við viljum stuðla að meiri tækniþróun í samskiptum milli heimilis og skóla.
  • Við viljum þróa námsmat sem samræmist betur áherslum skólans
  • Við viljum auka myndmál tengt upplýsingaveitu til foreldra og reyna að auðvelda foreldrum að vera beinir þátttakendur í skólastarfinu með t.d. að senda oftar beint út frá viðburðum í einstökum bekkjum eða árgöngum.
  • Við viljum virka tækninýjungar þar sem foreldrar geta haft beint samband við kennara s.s. varðandi að tilkynna veikindi, sækja um leyfi o.m.fl.
  • Við viljum einnig nýta tækninýjungar til að auðvelda kennurum að hafa samband beint til foreldra og styrkja þar með persónulegri þjónustu milli aðila.
  • Við viljum sækja fram og innleiða nýja og notendavæna tækni í skólastarfi.
  • Við viljum ráðast í þróunarverkefni með nemendum og foreldrum þar sem við reynum að skapa samskiptatæki sem hentar okkar aðstæðum og væntingum.
  • Við stefnum einnig að því að birta matseðla með myndrænni hætti og veita betri upplýsingar m.a. um næringargildi
  • Í nánustu framtíð getum við einnig boðið upp á að greiðslukerfi sem foreldrar geta nýtt sér til að ganga frá ýmis konar greiðslum eins og fyrir mat, rútuferði, Frístund o.fl

 

Á næstu dögum mun Grundaskóli boða til kynningarfunda með öllu skólasamfélaginu þar sem við munum kenna foreldrum og forráðamönnum nemenda á kerfið og rökstyðja betur þá djörfu ákvörðun að brjóta okkur út úr ríkjandi kerfi og bjóða nýjan valkost í samstarfi milli heimilis og skóla.